25.
maí 2020
Orlofsssjóður hefur bætt við glæsilegu heilsárshúsi í Hrífunesi á Suðurlandi, í Skaftártungu miðja vegu milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Húsið er þriggja herbergja og vel útbúið, með sauna og heitum potti. Frá Hrífunesi er útsýni til jökla og stutt að skoða margar náttúruperlur á Suðurlandi. Húsið er leigt í viku í senn og leigan er kr. 35.000 ásamt 20 punktum sumarið 2020. Opnað verður fyrir bókun á leigu 29. maí kl: 9:00 og þar gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.