Hjukrun.is-print-version

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar til atkvæðagreiðslu um verkfall hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
2. júní 2020

 

MÍNAR SÍÐUR

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningaviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl.

Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 20:00, þriðjudaginn 2. júní og lýkur kl. 12:00 föstudaginn 5. júní. Hún nær til rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu og fer fram á mínum síðum á vefsvæði Fíh: minar.hjukrun.is. Vænta má niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni eftir hádegi föstudaginn 5. júní.

Á kjörskrá eru allir þeir hjúkrunarfræðingar sem fengu greidd laun frá Ríkisjóði 1.-30.apríl 2020, og eiga þeir virkan atkvæðaseðil á mínum síðum.

Kosið verður um ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga sem myndi hefjast kl 08:00 mánudaginn 22. júní næstkomandi, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Verði af verkfalli mun það hafa áhrif á allar heilbrigðisstofnanir sem eru í rekstri ríkisins, auk annarra vinnustaða hjúkrunarfræðinga hjá hinu opinbera.

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála