Hjukrun.is-print-version

Staða kjaraviðræðna

RSSfréttir
2. júní 2020

Fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefnd ríkisins (SNR) lauk nú seinnipartinn. Fundurinn var tíðindalítill, viðræður ganga mjög hægt og ber mikið á milli aðila hvað varðar launalið nýs kjarasamnings. Ekki hefur verið boðað til annars samningafundar og munu formenn samninganefnda funda á morgun ásamt Ríkissáttasemjara til þess að ræða stöðuna sem uppi er í viðræðunum.

Stjórn Fíh hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir.  Atkvæðagreiðsla um verkfall hefst í kvöld 2. júní kl. 20:00 og stendur til 5. júní kl. 12:00. Ef samningar hafa ekki tekist mun verkfall hjúkrunarfræðinga hjá öllum stofnunum ríkisins hefjast  kl. 08:00, 22. júní næstkomandi.

Frétt um atkvæðagreiðslu


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála