Hjukrun.is-print-version

Hjúkrunarfræðingar, kjósið og takið afstöðu í atkvæðagreiðslu um verkfall

RSSfréttir
3. júní 2020

Atkvæðagreiðsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) um verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu stendur nú yfir og lýkur föstudaginn 5. júní kl. 12:00. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að taka þátt í kosningunni og lýsa þannig afstöðu sinni til verkfallsaðgerða. Kosningin fer fram á Mínum síðum á vefsvæði Fíh, minar.hjukrun.is.

Á kjörskrá eru allir þeir hjúkrunarfræðingar sem fengu greidd laun frá Ríkisjóði 1.-30. apríl 2020, og eiga þeir virkan atkvæðaseðil á mínum síðum.

 

MÍNAR SÍÐUR

Nú í morgun var haldinn fundur formanna Fíh og Samninganefndar ríkisins með ríkissáttasemjara. Þar var farið yfir stöðu mála í deilunni og er ljóst eftir þann fund að langt er á milli aðila í deilunni hvað varðar launalið nýs kjarasamnings. Ekki er talin ástæða til þess að boða til annars samningafundar.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir verður tilkynnt eftir hádegi föstudaginn 5. júní.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála