Atkvæðagreiðsla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) um verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu stendur nú yfir og lýkur föstudaginn 5. júní kl. 12:00. Fíh vill hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að taka þátt í kosningunni og lýsa þannig afstöðu sinni til verkfallsaðgerða. Kosningin fer fram á Mínum síðum á vefsvæði Fíh, minar.hjukrun.is.
Á kjörskrá eru allir þeir hjúkrunarfræðingar sem fengu greidd laun frá Ríkisjóði 1.-30. apríl 2020, og eiga þeir virkan atkvæðaseðil á mínum síðum.
Nú í morgun var haldinn fundur formanna Fíh og Samninganefndar ríkisins með ríkissáttasemjara. Þar var farið yfir stöðu mála í deilunni og er ljóst eftir þann fund að langt er á milli aðila í deilunni hvað varðar launalið nýs kjarasamnings. Ekki er talin ástæða til þess að boða til annars samningafundar.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir verður tilkynnt eftir hádegi föstudaginn 5. júní.