Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Verkfalli, sem hefjast átti 22. júní, var afstýrt og fer miðlunartillagan til kynningar og atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar hjúkrunarfræðingum fyrir góða þátttöku á kynningarfundum um miðlunartillögu ríkissáttasemjara bæði í sal og streymi. Upptökur af kynningarfundunum, glærur, spurningar og annað ítarefni, má finna á Mínum síðum á www.hjukrun.is
Atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna hefst kl. 12.00, miðvikudaginn 24. júní 2020 og lýkur kl. 10:00, laugardaginn 27. júní 2020. Niðurstaða talningar liggur fyrir kl. 12.00, laugardaginn 27. júní 2020.
Atkvæðagreiðsla er í höndum Outcome kannana. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og aðgengi að henni má finna á á vefsvæði Fíh.