27.
júní 2020
Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisjóðs er lokið.
Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 64,36% atkvæða. 2726 voru á kjörskrá og greiddu 2138 atkvæði eða 78,43%.
Þá samþykkti Fjármála-og efnahagsráðherra miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2023. Niðurstaða Gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamnings mun liggja fyrir 1. september 2020.
Fréttatilkynning ríkissáttasemjara