Hjukrun.is-print-version

2. tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga komið út

RSSfréttir
30. júní 2020

Samvinna og samhugur hefur einkennt undangengna mánuði, eða allt frá því að fyrsta tilfelli covid-19 greindist hér á landi. Fjöldi hjúkrunarfræðinga stóðu í framlínunni og allir lögðust á eitt með að læra og aðlagast nýjum verkferlum í áður óþekktum aðstæðum. Í 2. tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga, sem dreift var í sumarbyrjun, eru viðtöl við nokkra hjúkrunarfræðinga sem stóðu í framlínunni, auk þess sem birtur er útdráttur úr innsendum reynslusögum. Fyrsta tilfelli covid-19 greindist á Íslandi 28. febrúar 2020 og lagðist sá einstaklingur fyrstur allra inn á smitsjúkdómadeild A7 á Landspítala. Berglind Guðrún Chu rekur tilurð fyrstu covid-19 legudeildarinnar í máli og myndum.  

Christer Magnusson rifjar upp nokkrar pestir sem herjað hafa á mannkynið í grein sinni um smitsjúkdóma í áranna rás. Sumar þeirra eru nú gleymdar en kannski ekki alltaf alveg geymdar. Í þankastriki þessa tölublaðs fjallar Gunnhildur Árnadóttir um heilbrigðismál flóttamanna og fjallað er um bókina Konan sem datt upp stigann eftir Ingu Dagnýju Eydal. 

Tvær fræðslugreinar eru um aldraða í þessu tölublaði. Annars vegar um þunglyndi meðal aldraðra eftir Örnu Vignisdóttur, og hins vegar um kvíða hjá öldruðum eftir Kristrúnu Önnu Skarphéðinsdóttur. Þá eru tvær ritrýndar greinar sem birtust: Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og fjötranotkun, og Íslensk þýðing WHODAS 2.0 og próffræðilegir eiginleikar hennar

Fylgt verður eftir umfjöllun um covid-19 í næsta tölublaði og hvetjum við lesendur að koma með tillögur að efni og viðmælendum með því að senda tölvupóst á ritstjori@hjukrun.is

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála