8.
júlí 2020
Ríkissáttasemjari hefur skipað gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Ástráður Haraldsson héraðsdómi og aðstoðarríkissáttasemjari hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og auk hans skipa dóminn þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og doktor í sálfræði og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og doktor í heilsuhagfræði.
Gerðardómurinn tekur fyrir það sem út af stendur eftir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt í lok júní; það er afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur er um.
Ágreiningurinn á milli samningsaðila snýst um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins séu í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu.
Gerðardómur á að ljúka störfum fyrir fyrsta september.
Fréttatilkynning.pdf