Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur 2020

RSSfréttir
4. ágúst 2020

Vegna aðstæðna í samfélaginu þarf að fresta aðalfundi sem ráðgerður var 7. maí.

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður því haldinn fimmtudaginn 17.september 2020 á Grand Hótel, Reykjavík, 18:00-21:00.

Vakin er athygli á að tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist stjórn félagsins fyrir 20. ágúst. Hið sama gildir um önnur mál sem félagsmenn óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundi.

Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi en félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem hafa skráð sig til þátttöku á fundinn fyrir 10. september hafa atkvæðisrétt á fundinum. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála