14.
ágúst 2020
Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd Reykjarvíkurborgar áttu samningafund í dag, á fundinum var farið yfir gögn frá báðum aðilum. Viðræðunum miðar áfram og stefnt er að því að ljúka kjarasamningi hjúkrunarfræðinga við Reykjarvíkurborg í byrjun september. Fram að næsta samningafundi þann 24. ágúst munu aðilar vinna að afmörkuðum verkefnum á óformlegum fundum.