Hjukrun.is-print-version

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við Reykjavíkurborg hafin

RSSfréttir
8. september 2020

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning föstudaginn 4. september síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2023.

Kynningarefni um kjarasamninginn er aðgengilegt á Mínum síðum á vef félagsins. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst þriðjudaginn 8. september kl. 12:00 og lýkur föstudagsinn 11. september kl. 12:00. Á kjörskrá eru þeir hjúkrunarfræðingar sem voru á launaskrá Reykjavíkurborgar í ágúst 2020.

Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga hjá Reykjavíkurborg til þess að kynna sér vel efni nýs kjarasamnings og taka þátt í atkvæðagreiðslu.

 

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og aðgengi að henni má finna á vefsvæði atkvæðagreiðslunnar.



Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála