14.
september 2020
Endurskoðaður stofnanasamningur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítala um forsendur röðunar starfa var undirritaður 11. september 2020. Hann byggir á úrskurði gerðardóms frá 1. september 2020 annars vegar og kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar.
Kynningarfundir um helstu atriði stofnanasamnings verða haldnir:
- Ráðstefnusalir 2 og 3, Hótel Natura, þriðjudaginn 15. september kl. 20.00-21.30.
Fjöldatakmörkun á fundinn er 200 manns, skv. takmörkum á samkomum vegna farsóttar.
- Hringsalur, Landspítala við Hringbraut, miðvikudaginn 16. september kl. 13.00-14.30.
Stofnanasamningurinn verður aðgengilegur á vef félagsins eftir fyrri kynningarfundinn þann 15. september.