Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur Fíh 2020

RSSfréttir
21. september 2020

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn síðastliðinn fimmtudag, 17. september á Grand Hótel Reykjavík. 

Formaður Fíh, Guðbjörg Pálsdóttir, lagði fram skýrslu félagsins á liðnu starfsári, reikningar voru lagðir fram til samþykktar og markmið og starfsáætlun næsta starfsárs voru samþykkt. Einnig var samþykkt að félagsgjöld muni haldast óbreytt.

Kosið var um þrjá stjórnarmenn. Nýkjörnir stjórnarmenn eru: Gísli Níls Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Þóra Gunnarsdóttir. Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir var sjálfkjörinn varamaður í stjórn. Einnig voru þrír fulltrúar í ritnefnds sjálfkjörnir, en þeir eru: Hrund Scheving Thorsteinsson, Kristín Rósa Ármannsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir.

Fundurinn samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu gerðadóms frá 1. september sl.

Fundarstjóri var Bylgja Kærnested.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála