Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og fjölgunar smita mælast almannavarnir nú til þess að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima og fari ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að nauðsynjalausu. Til þess að koma til móts við sjóðfélaga í núverandi ástandi verður því hægt að afbóka orlofshúsnæði með sólarhrings fyrirvara og fá fulla endurgreiðslu, bæði á punktum og peningum. Til að afbóka þarf að senda póst þess efnis á hjukrun@hjukrun.is með upplýsingum um nafn félagsmanns, hvaða orlofshúsnæði um ræðir auk dagsetningu á leigutíma.
Við minnum á að það er með öllu óheimilt að nota íbúðir og bústaði orlofssjóðs fyrir sóttkví. Ef grunur leikur á að smitaður einstaklingur hafi dvalið í íbúð eða orlofshúsi félagsins, þá ber að tilkynna það strax til félagsins og þrífa sérstaklega vel að dvöl lokinni.
Þá er einnig óheimilt með öllu að nota orlofskosti Fíh fyrir einangrun.