Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og fjölgunar smita verður skrifstofa Fíh lokuð fyrir almennum heimsóknum frá og með fimmtudeginum 8. október. Starfsfólk mun eftir sem áður sinna erindum gegnum síma og tölvupóst. Þessi ákvörðun er tekin með velferð starfsmanna og félagsmanna í fyrirrúmi og til að tryggja órofinn rekstur félagsins.
Aðalnúmer Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er 540 6400 og tölvupóstur er hjukrun@hjukrun.is. Hér má finna tölvupóstföng starfsmanna, en hægt er að panta símtal frá viðkomandi starfsmanni með því að senda honum tölvupóst. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.
Styrkir og sjóðir
Umsóknir í sjóði félagsins fara fram á Mínum síðum, að undanteknum sjúkradagpeningum. Vegna sjúkradagpeninga þarf að fylla inn umsóknareyðublað. Mikilvægt er að undirrita umsóknina. Umsókn er hægt að skanna/mynda og senda á sjodir@hjukrun.is.
Fyrirspurnir varðandi styrktarsjóð eða starfsmenntunarsjóð má senda á netfangið sjodir@hjukrun.is
Orlofshúsnæði
Til þess að koma til móts við sjóðfélaga í núverandi ástandi verður því hægt að afbóka orlofshúsnæði með sólarhrings fyrirvara og fá fulla endurgreiðslu, bæði á punktum og peningum. Til að afbóka þarf að senda póst þess efnis á hjukrun@hjukrun.is.
Kjaramál
Hægt er að hafa samband við ráðgjafa kjarasviðs í síma 540 6408 og 540 6413. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kjarasvid@hjukrun.is.