Hjukrun.is-print-version

Reynslusögur hjúkrunarfræðinga á farsóttartímum

RSSfréttir
Árdís Rut Ámundadóttir, hjúkrunarfræðingur. Ljósmynd:Þorkell Þorkelsson.
12. október 2020

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsti í vor eftir reynslusögum hjúkrunarfræðinga í upphafi covid-19 faraldursins og voru þær birtar var á samfélagsvefum félagsins og í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Fjöldi hjúkrunarfræðinga tók þátt og skrifuðu um reynslu sína um breyttar starfsaðstæður, helstu áskoranir og hvernig þeim gekk að takast á við breytt starfsumhverfi. Mikið álag er á hjúkrunarfræðingum nú sem aldrei fyrr og mitt í þriðju bylgju faraldursins viljum við freista þess að endurtaka leikinn. Við biðlum því til hjúkrunarfræðinga að senda okkur reynslusögur sínar til að miðla reynslu frá hjúkrunarfræðingi til hjúkrunarfræðings, sem og að kynna enn betur hve fjölbreytt og mikilvægt starf hjúkrunarfræðinga er.

Við höfum sett fram nokkrar spurningar og punkta til að hafa til hliðsjónar en áhugasamir sendi svör og myndefni á netfangið covid19@hjukrun.is ásamt upplýsingum um nafn og starfsheiti. Svörin verða yfirfarin og birt á samfélagsmiðlum félagsins, sem og í Tímariti hjúkrunarfræðinga.

 

Spurningar og punktar til hliðsjónar:

Hver eru helstu verkefni þín í dag?
Hvernig hefur starfið breyst?
Hverjar eru helstu áskoranir í starfinu?
Hvaða lærdóm höfum við dregið af þessu tímabili?
Hvað gengur þér best að takast á við?
Mikilvægi starfs hjúkrunarfræðingsins
Andleg og líkamleg líðan – streita og þreyta
Hvað er þér efst í huga?

 

Hér má lesa reynslusögur sem birtar hafa verið: Hjúkrunarfræðingar í faraldri

Og samantekt sem birt var í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga: "Allir lögðu sig fram við að læra mýja dansinn"

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála