Hjukrun.is-print-version

Starfsmat samþykkt fyrir störf hjúkrunarfræðinga hjá sveitarfélögum

RSSfréttir
16. október 2020

Framkvæmdanefndar starfsmats samþykkti þann 5. október sl. starfsmat fyrir störf Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) sem starfa hjá sveitarfélögunum.

Samið var um að röðun starfa hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögum yrði samkvæmt niðurstöðu starfsmatskerfisins SAMSTARF frá 1. júní 2018 í kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 2015.
Starfsmatið er afturvirkt til 1. júní 2018 og er áætlað að breyting vegna starfsmats komi til útborgunar 1. nóvember næstkomandi.

Ef hjúkrunarfræðingur er með viðbótarkjör eins og persónuálag umfram ákvæði kjarasamnings, viðbótarmenntun sem metin er í starfsmati eða fasta yfirvinnu koma þau kjör til frádráttar hækkun á starfsmati. Umbreytingin á þessu á sér stað í samráði og samtali yfirmanns og viðkomandi hjúkrunarfræðings og er reiknuð í reiknivél sem vinnuveitendur hafa fengið senda.

Starfsmatskerfið er greiningartæki sem er notað til að meta með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsmanna. Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er og á að leiða til þess að störfum sé raðað þannig til grunnlauna að þau séu hin sömu fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni. Nánari upplýsingar um starfsmatið má finna hér

Markmið með starfsmati eru:
-Að breyta samsetningu heildarlauna með því að færa fastar viðbótargreiðslur inn í dagvinnulaun félagsmanna.
-Að gera sveitarfélögin að eftirsóknarverðari vinnustöðum fyrir háskólamenntað vinnuafl.
-Að jafnræði og samræmi ríki í launum háskólamenntaðra í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum landsins, m.a. með það fyrir augum að eyða kynbundnum launamun.

Nánari upplýsingar um starfsmat má finna í í kjarasamningi frá 2015 bls. 50-53

Niðurstaða starfsmatsins leiðir til hækkunar í nær öllum starfsheitum hjúkrunarfræðinga frá bráðabirgðamati sem samið var um árið 2015.
Niðurstaða starfsmatsins verður kynnt á kynningarfundum sem verða auglýstir í næstu viku.

Spurningar og frekari upplýsingar um starfsmatið og niðurstöðu má senda á kjarasvid@hjukrun.is  eftir kynningarfundi í næstu viku.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála