Hjukrun.is-print-version

SSN lýsir yfir stuðningi við verkfall færeyskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
21. október 2020

Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum (SSN) lýsir yfir fullum stuðningi og samstöðu við Felagið Føroyskar Sjúkrarøktarfrøðinga í kröfum sínum um sanngjarna launaþróun.

SSN er fulltrúi yfir 340.000 norrænna hjúkrunarfræðinga. Fyrir hönd norrænu hjúkrunarfræðinganna lýsir SSN yfir stuðningi við samstarfsmenn okkar í Færeyjum í baráttu fyrir sanngjörnum launum og mótmælum þeirra gegn sögulegu launamisrétti. Sanngjörn laun og rétt vinnuskilyrði skipta sköpum varðandi ráðningu hjúkrunarfræðinga.

 

Stuðningsyfirlýsing SSN


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála