Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning föstudaginn 23. október. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 - 31. mars 2023. Eingreiðsla verður greidd fyrir árið 2019.
Kynningarfundur um efni nýs kjarasamnings verður haldinn mánudaginn 26. október kl. 16.30-18:00 og þriðjudaginn 27. október kl. 16:30-18:00 í fjarfundi á Teams, allir þeir sem að eru á kjörskrá fá sent fundarboð á það netfang sem skráð er á Mínum síðum.
Einnig verður niðurstaða framkvæmdanefndar starfsmats sem samþykkt var þann 5. október sl. fyrir störf Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögunum kynnt á fundunum.
Kynningarefni um kjarasamninginn verður aðgengilegt á Mínum síðum á vef Fíh eftir kynningarfundina. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst miðvikudaginn 28. október kl. 08:00 og lýkur föstudaginn 30. október kl. 15:00. Á kjörskrá verða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengu greidd laun fyrir ágúst 2020 samkvæmt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020.
Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þess að sækja kynningarfundina, kynna sér vel efni nýs kjarasamnings og taka þátt í atkvæðagreiðslu.