Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning föstudaginn 23. september síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 - 31. mars 2023.
Kynningarefni um kjarasamninginn er aðgengilegt á Mínum síðum á vef félagsins. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst miðvikudaginn 28. október kl. 10:00 og lýkur föstudaginn 30. október kl. 15:00. Á kjörskrá verða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengu greidd laun fyrir ágúst 2020 samkvæmt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020.
Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þess að kynna sér vel efni nýs kjarasamnings og taka þátt í atkvæðagreiðslu.
Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og aðgengi að henni má finna á vefsvæði atkvæðagreiðslunnar.