Á tímum COVID-19 býður Fíh félagsmönnum sínum upp á fræðslu á rafrænu formi. Þriðji fyrirlestur er nú kominn í loftið og verður opinn félagsmönnum Fíh til 1.febrúar 2021. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á Mínum síðum undir Rafræn fræðsla.
Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum
Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sjálfum sama hvað á dynur. Hvaða skilaboð sendum við til okkar sjálfra ef illa gengur? Hvaða viðhorfsgleraugu er okkur tamast að nota og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari gildi þegar við þurfum virkilega á að halda? Farið verður yfir leiðir til að finna hvað drífur okkur áfram og eru í takt við okkar persónulegu gildi.
Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir hjá Birki ráðgjöf. Rakel er með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin frá árinu 2002. Hún hefur starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun frá útskrift. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára og hjá Bláa Lóninu í fjögur ár. Að auki hefur Rakel haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Hún er jafnframt stundakennari í MBA námi við Háskólann í Reykjavík.