Hjukrun.is-print-version

Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar hjá ríki og sveitarfélögum

RSSfréttir
8. desember2020

Tvískipt yfirvinna, yfirvinna 1 og 2 tekur gildi 1. janúar 2021. Yfirvinna 2 verður greidd fyrir vinnu utan dagvinnumarka sem og á dagvinnutíma fyrir vinnu umfram 40 klst.

Ekki var samið um nákvæmlega eins útfærslu á yfirvinnu 1 og 2  (gr. 1.5.1) hjá þeim stéttarfélögum sem sömdu um tvískipta yfirvinnu í síðustu kjarasamningum. Það á við um gildistíma, tímakaup yfirvinnu 1 og það hvenær greiða skuli yfirvinnu 2. Þetta getur valdið flækjum við innleiðingu betri vinnutíma og því hefur verið tekin ákvörðun um að samræma útfærslu tvískiptrar yfirvinnu á samningstímanum. 

Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar 2021 hjá öllum stéttarfélögum sem sömdu þar um. Frá sama tíma mun eftirfarandi ákvæði gilda um yfirvinnu 1 og 2:

Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum en tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum.

Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera með eftirtöldum hætti:

Yfirvinna 1          Kl. 08.00 - 17.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2          Kl. 17.00 - 08.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2          Kl. 00.00 - 24.00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga.

Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir miðað við meðalmánuð).

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) var áður með lægri yfirvinnuprósentu en önnur stéttarfélög, 0,95%.  Til að gæta samræmis við önnur stéttarfélög sem sömdu um tvískipta yfirvinnu og í ljósi þess að hún átti að taka gildi 1. október 2020 skv. samningum hefur verið ákveðið að tímakaup yfirvinnu hjá Fíh verði 1,0385% frá 1. október 2020 til áramóta. Ákvæðið um tvískipta yfirvinnu hér að ofan tekur svo gildi 1. janúar 2021 eins og hjá öðrum stéttarfélögum.

Þá hefur sömuleiðis verið ákveðið að föst yfirvinna sem er merkt sem slík í launakerfinu verði greidd sem yfirvinna 2 (1,0385%).

Hvenær sólarhrings       Yfirvinna 1 eða 2    
 Mánud. - föstud.  kl. 08.00 - 17.00       Yfirvinna 1 (0,9385% af mánaðarlaunum)
 Mánud. - föstud.  kl. 17:00 - 18:00 Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)   
Laugard/sunnud./sérstakir frídagar  Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)
Tímakaup yfirvinnu umfram 40 stundir á viku    Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)
Föst yfirvinna (merkt slík í launakerfi) Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála