11.
desember2020
Samstarfsnefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) skrifuðu undir endurskoðaðan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga 10. desember.
Samningurinn gildir frá 1. september og kemur breytt launaröðun til útborgunar í síðustu útborgun í desember 2020.
Með samningnum er úthlutað fjármagni sem HH var úthlutað í úrskurði gerðardóms frá 1. september 2020.
Kynningarfundur um helstu atriði stofnanasamnings verður með fjarfundi á Teams þriðjudaginn 15. desember kl: 12:15, hjúkrunarfræðingar fá senda slóð á fundinn gegnum tölvupóst.
Stofnanasamningurinn verður aðgengilegur á vef félagsins eftir kynningarfundinn þann 15. desember.