Hjukrun.is-print-version

Könnun um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og líðan í starfi á tímum Covid-19

RSSfréttir
15. desember2020

Könnun Fíh á meðal hjúkrunarfræðinga um starfumhverfi þeirra og líðan í starfi á tímum Covid-19

Á þessu ári hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga vegna kórónafaraldursins og áhrif hans ómæld. Sökum þess leggur félagið fram könnun meðal hjúkrunarfræðinga um starfsumhverfi þeirra og líðan í starfi. Hjúkrunarfélög víða í Evrópu hafa framkvæmt svipaðar kannanir og því verður áhugavert að bera saman niðurstöður við önnur Evrópulönd.

Markmiðið er m.a. að:

  • Sjá hvaða breytingar hafa átt sér stað í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á tímum Covid-19
  • Kanna líðan hjúkrunarfræðinga á tímum Covid-19
  • Kanna öryggi hjúkrunarfræðinga m.t.t. hlífðarbúnaðar og vinnuverndar

Hjúkrunarfræðingar sem hafa þegið laun árið 2020 fá könnunina senda til sín rafrænt í tölvupósti og hvet ég alla hjúkrunarfræðinga sem fá hana senda, til að taka þátt og svara henni.


Með von um góðar undirtektir, 
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála