Bráðadagurinn 2021, þverfagleg ráðstefna bráðaþjónustu LSH verður haldinn föstudaginn 5. mars 2021 undir yfirskriftinni " Samvinna og samskipti í bráðaþjónustu ".
Óskað eftir ágripum og málstofum um rannsóknir og verkefnum fyrir Bráðadaginn. Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga. Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.
Skil á ágripum verða í síðasta lagi 30. janúar 2021 Frekari kröfur um uppsetningu ágripa má sjá hér: www.landspitali.is/bradadagurinn
Ráðstefnan er öllum opin og verður auglýst með nánari dagskrá þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar veita:
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, formaður Bráðadagsnefndar, ahjordis@landspitali.is s. 543 7913
Dagný Halla Tómasdóttir, skrifstofustjóri, dagnyht@landspitali.is . 543 8215