Mikilvægt er að gæta að réttindum launafólks á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Á COVID-19 upplýsingasíðu Fíh er að finna allar helstu upplýsingar og svör við algengum spurningum.
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða og fjölgunar smita verður skrifstofa Fíh lokuð fyrir almennum heimsóknum frá og með fimmtudeginum 8. október. Starfsfólk mun eftir sem áður sinna erindum gegnum síma og tölvupóst. Þessi ákvörðun er tekin með velferð starfsmanna og félagsmanna í fyrirrúmi og til að tryggja órofinn rekstur félagsins.
Aðalnúmer Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er 540 6400 og tölvupóstur er hjukrun@hjukrun.is. Hér má finna tölvupóstföng starfsmanna, en hægt er að panta símtal frá viðkomandi starfsmanni með því að senda honum tölvupóst. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.