Könnun Fíh um starfsumshverfi hjúkrunarfræðinga og líðan í starfi. Svarfrestur rennur út á mánudaginn 18. janúar kl. 12
15.
janúar 2021
Á siðasta ári hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga vegna kórónafaraldursins og áhrif hans ómæld. Sökum þess leggur félagið fram könnun meðal hjúkrunarfræðinga um starfsumhverfi þeirra og líðan í starfi. Hjúkrunarfélög víða í Evrópu hafa framkvæmt svipaðar kannanir og því verður áhugavert að bera saman niðurstöður við önnur Evrópulönd.
Hjúkrunarfræðingar sem þáðu laun árið 2020 fengu könnunina senda til sín rafrænt í tölvupósti og hvetjum við þá til að taka þátt og svara henni. Frestur til að svara könnuninni rennur út á mánudaginn 18. janúar kl. 12.