Hjukrun.is-print-version

Sjónaukinn 2021: Notendamiðuð velferðarþjónusta

RSSfréttir
22. febrúar 2021

Árleg ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri verður rafræn og fer fram 20.-21. maí 2021. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: Notendamiðuð velferðarþjónusta: fortíð, nútíð, framtíð.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Sjónaukann og ágripum skal skila inn á íslensku eða ensku fyrir 28. febrúar næstkomandi. Áhugasömum einstaklingum og hópum er boðið að senda inn 250-300 orða ágrip um rannsóknir og verkefni sem tengjast þema ráðstefnunnar. Óskað er eftir ágripum fyrir erindi eða örkynningar á veggspjöldum.

Nánari upplýsingar 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála