5.
mars 2021
Ákveðið hefur verið að fresta Hjúkrunarþingi 2021, sem fyrirhugað var að halda 15. apríl á Grand Hotel Reykjavík. Þrátt fyrir bættar aðstæður og rýmkun fjöldatakmörkunar vegna Covid-19 vill Fíh fara að öllu með gát og er viðburðinum því frestað enn um stund.
Þegar aðstæður verða enn betri er stefnan að halda viðburði þar sem hjúkrunarfræðingar geta komið saman.