„Þróun sérfræðiþekkingar í hjúkrun til framtíðar“ er yfirskrift málþings hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og Landspítala sem haldið verður miðvikudaginn 17. mars 2021, kl. 13:00 til 15:15, í stofu 103-C í Eirbergi, Eiríksgötu 34 í Reykjavík.
Sérfræðingum í hjúkrun á Íslandi hefur fjölgað hratt á síðustu áratugum, einkum á Landspítala. Heilbrigðisáætlun til 2030, bygging nýs Landspítala og breytt samsetning íslensku þjóðarinnar gefa tilefni til að ígrunda nýjar þarfir fyrir þekkingu og færni sérfræðinga í hjúkrun.
Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Því verður streymt en allir þurfa að skrá sig. Ef sóttvarnarreglur breytast verður einvörðungu streymi.
Þetta málþing átti upphaflega að vera í mars 2020 en var frestað til hausts vegna Covid-19. Þá var ástandið engu betra og því var beðið með málþingið þar til nú.
10.
mars 2021