15.
mars 2021
Stjórnendur og leiðtogar í hjúkrun.
Óskað er eftir ykkar nærveru á ráðstefnu ENDA European Nurse Directors Association sem haldin verður á Selfossi dagana 14.-17. september 2022.
Um kjörið tækifæri er að ræða til að hitta kollega víðs vegar að þar sem um alþjóðlega ráðstefnu er að ræða og málefnin mikilvæg.
Lykilfyrirlesarar eru Elaine Strachan-Hall frá Bretlandi, Greta Westwood frá Bretlandi, framkvæmdastjóri Florence Nightingale Foundation, Mark Radford frá Bretlandi, Raija Kontio frá Finnlandi, Sally Basset frá Bretlandi og Teddie M. Potter frá Bandaríkjunum.