Hjukrun.is-print-version

Ásta Thoroddsen valin formaður ritstjórnar fyrir flokkunarkerfið ICNP

RSSfréttir
25. mars 2021

Ásta Thoroddsen, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið valin formaður nýrrar ritstjórnar, sem nýlega var sett á laggirnar fyrir flokkunarkerfið ICNP (International Classification of Nursing Practice) af hálfu ICN, Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga.

ICNP er flokkunarkerfi eða fagorðaskrá, sem er safn samþykktra orða með hugtökum sem tilheyra hjúkrun. Það er þróað af ICN og er eitt af mörgum flokkunarkerfum á sviði heilbrigðisþjónustu og er sértækt fyrir hjúkrun. ICNP verður fljótlega tekið upp til skráningar í rafrænni sjúkraskrá á Íslandi.

 

Fréttin á vef HÍ

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála