Hjukrun.is-print-version

Bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar endurvakin

RSSfréttir
25. mars 2021

Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu. Óskað er eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Þeir sem voru skráðir í bakvarðasveitina og sjá sér enn fært að veita liðsinni eru beðnir um að skrá sig þar á ný.

Nánari upplýsingar er að finna á vef stjórnarráðsins, og fer skráning fram þar líka:

Fréttin á vef stjórnarráðsins

 

Athygli er jafnframt vakin á bakvarðasveit velferðarþjónustunnar og tilkynningu félagsmálaráðuneytisins um skráningu í hana.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála