30.
apríl 2021
Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn!
1.maí er alþjóðlegur dagur verkalýðsins og að þessu sinni fögnum við líka stórum áfanga með styttingu vinnuvikunnar sem Fíh hefur barist fyrir um árabil. Þann 1. maí tekur betri vinnutími gildi hjá öllum hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru að meirihluta fyrir almannafé.
Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur fyrir þessa stóru breytingu á vinnutíma vaktavinnufólks sem ekki hefur verið breytt í hálfa öld. Það er áskorun að fara í slíkt breytingarferli eins og við má búast og er sú vegferð rétt að hefjast. Til að vel gangi er mikilvægt að áfram verði tryggt virkt samtal, samráð og samvinna milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga.
Í heildina hefur undirbúningurinn gengið vel. Markmið breytinganna er að þær leiði til aukinna lífsgæða til þess að vega upp á móti neikvæðum áhrifum vaktavinnu á heilsu, öryggi og samþættingu vinnu og einkalífs. Þessar breytingar eru jafnframt stórt skref í átt að því að 100% vaktavinna jafngildi 80% viðveru fyrir hjúkrunarfræðinga með þyngstu vaktabyrðina. Flestir hjúkrunarfræðingar hafa nýtt tækifærið, hækkað starfshlutfall sitt og aukið þannig tekjurnar en fyrir breytingarnar voru um 80% hjúkrunarfræðinga í hlutastarfi.
Betri vinnutími í vaktavinnu er stórt framfaraskref í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar nýti þetta tækifæri vel og leggist á eitt að tryggja sem bestan ávinning af styttingu vinnuvikunnar.
Guðbjörg Pálsdóttir
1.maí er alþjóðlegur dagur verkalýðsins og að þessu sinni fögnum við líka stórum áfanga með styttingu vinnuvikunnar sem Fíh hefur barist fyrir um árabil. Þann 1. maí tekur betri vinnutími gildi hjá öllum hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru að meirihluta fyrir almannafé.
Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur fyrir þessa stóru breytingu á vinnutíma vaktavinnufólks sem ekki hefur verið breytt í hálfa öld. Það er áskorun að fara í slíkt breytingarferli eins og við má búast og er sú vegferð rétt að hefjast. Til að vel gangi er mikilvægt að áfram verði tryggt virkt samtal, samráð og samvinna milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga.
Í heildina hefur undirbúningurinn gengið vel. Markmið breytinganna er að þær leiði til aukinna lífsgæða til þess að vega upp á móti neikvæðum áhrifum vaktavinnu á heilsu, öryggi og samþættingu vinnu og einkalífs. Þessar breytingar eru jafnframt stórt skref í átt að því að 100% vaktavinna jafngildi 80% viðveru fyrir hjúkrunarfræðinga með þyngstu vaktabyrðina. Flestir hjúkrunarfræðingar hafa nýtt tækifærið, hækkað starfshlutfall sitt og aukið þannig tekjurnar en fyrir breytingarnar voru um 80% hjúkrunarfræðinga í hlutastarfi.
Betri vinnutími í vaktavinnu er stórt framfaraskref í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar nýti þetta tækifæri vel og leggist á eitt að tryggja sem bestan ávinning af styttingu vinnuvikunnar.
Guðbjörg Pálsdóttir