Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur 2021

RSSfréttir
27. maí 2021

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fór fram 26. maí síðastliðinn þar sem fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf. Þar að auki voru samþykktar breytingar á lögum félagsins og ný stefna í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt.

Veittir voru fimm hvatningarstyrkir til frumkvöðla í hjúkrun á Íslandi að upphæð 500.000 krónur hver, sem eftirfarandi hjúkrunarfræðingarnir fengu:

Ásdís Elfarsdóttir Jelle, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala. Ásdís hefur verið leiðandi í sýkingavörnum í hjúkrun, hefur birt fjölmargar fræðigreinar og unnið að mörgum gæðaverkefnum sem snúa að sýkingavörnum. Metnaður Ásdísar fyrir þessu mikilvæga grunnfagi er hornsteinn í öryggi allra sjúklinga á Íslandi.

Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með sár. Guðbjörg hefur verið brautryðjandi í þróun sárahjúkrunar í áratugi. Hún hefur breitt út þekkingu til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta, um mat á sárum og sárameðferðum, um land allt. Hún hefur einnig skrifað fjölda fræði- og vísindagreina um sár og sárameðferðir.

Jónína Hólmfríður Hafliðadóttir, frumkvöðull á sviði taugahjúkrunar. Hún er fyrsti sérfræðingur í hjúkrun með áherslu á Parkinsonsjúklinga. Jónína hefur gegnt lykilhlutverki í þróun hjúkrunar innan þessa sérsviðs á Íslandi.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun. Framlag hans hefur skipt sköpum í eflingu geðhjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og á landsvísu. Snæbjörn hefur borið hitann og þungann af innleiðingu fjölskylduhjúkrunar við SAk í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Sóley Bender prófessor, frumkvöðull í uppbyggingu fræðasviðs um kynheilbrigðismál. Niðurstöður rannsókna Sóleyjar hafa birst í fjölda vísindatímarita og hefur framlag hennar verið ómetanlegt í fræðslu og forvarnarstarfi hvað varðar kynfræðslu fyrir unglinga.

17 hjúkrunarfræðingar hlutu styrk úr B- hluta vísindasjóðs

Eftirfarandi 17 hjúkrunarfræðingum var úthlutað styrk úr B-hluta vísindasjóðs:

Berglind Steindórsdóttir. ,,Á milli steins og sleggju“. Reynsla hjúkrunarfræðinga af stjórnun og rekstri hjúkrunarheimila.

Birna Rut Aðalsteinsdóttir. Samvera foreldra og fyrirbura á nýburagjörgæslu.

Brynja Ingadóttir. Mína og Draumalandið - þróun og prófun á kennslutölvuleik til að undirbúa börn undir svæfingu – annar hluti.

Elva Rún Rúnarsdóttir. Skráning á hjúkrun COVID-19 sjúklinga: Samanburður á kóðuðum, klínískum gögnum og frjálsum texta og vörpun í flokkunarkerfið ICNP®.

Guðrún Kristjánsdóttir. Áhrif innlagnar barns á nýburagjörgæslu vegna hjartasjúkdóms á álag, líðan, og heilsu foreldra.

Helga Bragadóttir. Störf hjúkrunardeildarstjóra í heimsfaraldri.

Kristín Þórarinsdóttir. Líknar- og lífslokameðferð á gjörgæsludeild: hlutverk og reynsla hjúkrunarfræðinga.

Lilja Dögg Bjarnadóttir. Áfengis, lyfja og vímuefnanotkun íslenska hjúkrunarfræðinga.

Maria Finster Úlfarsson. Að eiga aldraða móður á hjúkrunarheimili og áhrif á mæðgnasambandið. Fyrirbærafræðileg rannsókn á reynslu fullorðinna dætra.

María Kristánsdóttir. Viðhorf og álit starfsfólks á B6 á innleiðingu, notkun og gagnsemi meðferðarknippa fyrir eftirlit og umönnun sjúklinga á hágæslu fyrir heila- og taugaskurðsjúklinga: Rýnihópaviðtöl.

Ólafía Daníelsdóttir. Framkvæmd og viðhorf starfsmanna á geðdeildum Landspítala til reglubundinnar eftirlits- og sjálfsvígsgátar.

Ragnheiður Guðmundsdóttir. Aldraðir og sjálfsvanræksla - viðhorf, reynsla og sýn hjúkrunarfræðinga.

Sigríður Zöega. Einkenni og líðan einstaklinga sem fengu COVID-19 á Íslandi.

Sigríður Þóroddsdóttir. Atvikaskráning tengd skurðstofum á Landspítala.

Sólrún Dögg Árnadóttir. Aflimanir ofan ökkla á Íslandi 2010-2019 vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki. Undirliggjandi áhættuþættir, sjúkdómar og áður framkvæmdar æðarannsóknir/aðgerðir.

Sólrún W. Kamban. Upplifun barna með barnagigt á Íslandi á verkjum, daglegri athafnagetu, líkamlegri virkni og lífsgæðum og mat foreldra á stuðningi og ánægja þeirra með heilbrigðisþjónustuna.
Theja Lankathilaka. Prófun á endurskoðuðum PIPP-R við verkjamat fyrirbura og nýbura á nýburagjörgæslu á Íslandi.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála