Ráðstefnan Dagur öldrunar 2021 fer fram 19. nóvember 2021 – Hótel Natura og Zoom.
Kallað er eftir ágripum, og er frestur til að skila þeim 10. september 2021. Stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunar hvetur hjúkrunarfræðinga til að skila inn ágripi af hvers kyns gæðaverkefnum, rannsóknum eða tilraunaverkefnum sem unnið hefur verið að síðustu misserin og falla undir efni dagsins sem lýtur að persónumiðaðri þjónustu til aldraðra og fjölskyldna þeirra. á oldrunarhjukrun@gmail.com
Tímarnir breytast og mennirnir með
Heildrænn stuðningur við aldraða og fjölskyldur þeirra
Dagur öldrunar verður haldinn í 4. sinn þann 19.nóvember 2021. Þema dagsins “tímarnir breytast og mennirnir með” vísar til mikilvægis þess að vera með þjónustu á hreyfingu og sníða og þróa hana að þörfum þjónustuþeganna og samfélagsins. Mikilvægi sérþekkingar eykst stöðugt ásamt þörf fyrir fræðslu og þjálfun starfsmanna. Metnaður, nýsköpun, samvinna, öryggi, gæði o.fl. mikilvægir þættir varða leiðina til árangurs. Heildrænn stuðningur og heildræn þjónusta, lýðheilsa og sjálfræði, nýting mannafla og þekkingar eru áskoranir nútímans og framtíðarinnar.
Áttu erindi fyrir Dag öldrunar 2021?
Óskað er eftir ágripum af rannsóknum, gæðaverkefnum eða öðrum verkefnum sem tengjast þema dagsins, stuðningi og þjónustu við aldraða og fjölskyldur þeirra á einkaheimilum, hinum ýmsu þjónustustigum og stofnunum. Hvað reynist vel, hvað er í þróun og hvert er stefnt. Nýjungar í þjónustu og þjálfun starfsmanna. Væntingar aldraðra. Ráðstefnan er þverfagleg.
Frestur til að skila ágripum er til 10. september 2021 á oldrunarhjukrun@gmail.com