12.
september 2021
Föstudaginn 10. september var könnun um óskir og megináherslur hjúkrunarfræðinga varðandi fræðslu send á alla félagsmenn Fíh.
Einungis tekur 3-5 mínútur að svara könnuninni, og við hvetjum hjúkrunarfræðinga sem ekki þegar hafa svarað henni að taka þátt.
Farið er með öll svör sem trúnaðarmál og þess gætt að þau séu ekki rekjanleg til einstaklinga.