Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í stjórnun við Háskóla Íslands fjallar um undirbúning fyrir starfsmannasamtöl, annars vegar frá sjónarhorni starfsmanns og hins vegar stjórnanda í rafrænum námskeiðum í nóvember:
Starfsmannasamtöl – sjónarhorn starfsmanna
23. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams
Starfsmannasamtöl eru regluleg samtöl á milli starfsmanna og stjórnenda sem hafa m.a. þau markmið að bæta samskipti og ýta undir frekari starfsþróun. Starfsmannasamtöl einkennast gagnkvæmum samskiptum milli starfsmanns og stjórnenda þar sem aðilar leitast við að skýra það sem hefur reynst óljóst í starfinu ásamt því að vinna að umbótum.
Í þessum fyrirlestri verður fjallað ítarlega á hvern hátt starfsmaður getur undirbúið sig fyrir samtalið, hvernig hann getur nýtt starfsmannasamtalið til þess að efla sig sem starfsmann og þróast frekar í starfi.
Nánari upplýsingar og skráning
Starfsmannasamtöl – sjónarhorn stjórnenda
24. nóvember kl. 11:00 - 12:00 á Teams
Starfsmannasamtöl eru mikilvægur vettvangur fyrir bæði starfsmenn og stjórnendur þar sem þeir hittast og ræða mikilvæg atriði sem tengist vinnunni, helstu verkefnum og samskiptum á vinnustað. Þau eru einnig mikilvægt tæki fyrir stjórnendur til að veita endurgjöf, ræða starfsþróun, fræðsluþarfir, helstu verkefni og skipulag starfsins.
Starfsmannasamtöl eiga að einkennast af gagnkvæmum samskiptum milli starfsmanns og stjórnenda þar sem aðilar leitast við að skýra óljósa þætti í starfi ásamt því að vinna að umbótum. Í þessum fyrirlestri er farið yfir helstu atriði sem stjórnendur þurfa að hafa í huga varðandi undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala svo þau verði árangursrík.
Nánari upplýsingar og skráning