Hjukrun.is-print-version

Hulda Sigríður Ringsted nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar við SAk

RSSfréttir
1. desember2021

Hulda Sigríður Ringsted hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar og bráða- og þróunarsviðs við Sjúkrahúsið á Akureyri en alls sóttu fimm umsækjendur um starfið eins og fram kemur á vef SAk. Hulda Sigríður hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og víðtæka reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hún hefur starfað sem mannauðsstjóri við sjúkrahúsið frá árinu 2015, átt sæti í framkvæmdastjórn og tímabundið gegndi Hulda Sigríður stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar og bráða- og þróunarsviðs. Hún hefur einnig starfað sem forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku sjúkrahússins og sem deildarstjóri á Öldrunarheimilum Akureyrar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar Huldu Sigríði velfarnaðar í nýju starfi og hlakkar til frekara samstarfs við hana að málefnum hjúkrunarfræðinga.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála