Hjukrun.is-print-version

Hefur þú nýtt þér heilsustyrkinn í ár?

RSSfréttir
2. desember2021

Lokaskiladagur vegna heilsustyrks er 9. desember næstkomandi. Styrkir sem borist hafa fyrir þann tíma með tilskyldum gögnum verða greiddir út í síðasta lagi 20. desember 2021.

Þær umsóknir sem berast eftir 9. desember og til áramóta verða afgreiddar á fundi í febrúar en teljast til ársins 2021.

Veittur er styrkur í heild allt að 60.000 krónum á ári vegna heilsutengdra útgjalda. Greiðslur úr sjóðnum eru almennt skattskyldar og er staðgreiðslan dregin af fjárhæð fyrir útborgun. Styrkir vegna íþróttaiðkunar, heilsuræktar eða endurhæfingar eru þó ekki skattskyldir.

Sótt er um á mínum síðum og þarf umsókninni að fylgja kvittun vegna greiðslu (mynd/skjáskot eða PDF skjal).

Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Styrktarsjóðs.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála