Hjukrun.is-print-version

Orlofsávarp

RSSfréttir
10. mars 2022

Kæru sjóðfélagar.

Síðastliðið ár var gerð sú breyting að gefa ekki út orlofsblað og hafa einungis upplýsingar um orlofskosti á vef orlofssjóðs og gekk það vel og því verður sami háttur á í ár. Nú eru orlofskostir svipaðir og í fyrra ásamt öðrum möguleikum eins og flugmiðum innan og utanlands, útilegukorti, menningarkorti og fleira. Á síðasta ári var mikil endurnýjun í nefndinni þar sem fjórir nýir nefndarmenn hófu setu í stjórn orlofssjóðs og með þeim komu nýir straumar. Helstu verkefni hafa verið að komast inn í starfsemi sjóðsins og marka stefnu fyrir næstu tvö ár. Í ár hefur verið áhersla á að skoða úthlutunarreglur m.t.t. þess að sem flestir hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér orlofskosti. Í ár verður sú breyting á úthlutunarreglum að þeir sem hafa leigt orlofshús s.l. tvö sumur geti ekki leigt í ár. Einnig er gerð sú breyting að forgangshópar hafa forgang í 24 klukkustundir í stað 48 klukkustunda eins og var í fyrra. Úthlutunarreglurnar eru alltaf í skoðun með það að markmiði að sem flestir hjúkrunarfræðingar geti notið orlofskosta. Þann 22. mars kl. 10 opnar fyrir fyrsta forgangshóp og svo þann 23. mars fyrir númer tvö og þann 24. mars fyrir alla. Eins er búið að funda með þeim aðilum sem stjórna úthlutunarvef sjóðsins með það að markmiði að hann þoli það álag sem skapast þegar margir eru að bóka í einu eins og gerist þegar opnar fyrir sumarúthlutun. Búið er að gera það sem hægt er til að tryggja að svo verði.

Orlofskostirnir sem eru í boði í ár eru svipaðir og í fyrra en áhersla hefur á það að reyna fá húsnæði sem rúmar margra, með heitum potti og búið þægindum. Áætlað er að með haustinu verði farið breytingar þar sem það hægt í þessa ár í orlofsshúsum FÍH. Ekki hefur þó gengið eins vel að fá leigt húsnæði eins og s.l. ár þar sem nú vilja margir frekar leigja ferðamönnum en stéttarfélagi. Eins hefur leiguverð hækkað mikið á milli ára sem og rekstrarkostnaður og því er hækkun á leiguverði óhjákvæmileg. Í skoðun er hjá stjórn sjóðsins að festa kaup á fleiri sumarhúsum/íbúð á næstunni en það verður metið með haustinu.

Kaup á flugmiðum hafa verið að aukast það sem af er þessu ári og sama dag og úthlutun hefst verða töluverður fjöldi flugmiða einnig í boði bæði fyrir flug innan og utanlands. Að lokum langar mig að minna sérstaklega á að sjóðfélagar geta líka nýtt sér hótelmiðar sem gilda um allt land en þá má kaupa á vef orlofssjóðs.

Lovísa Agnes Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála