Hjukrun.is-print-version

Ari nýr kynningarstjóri Fíh

RSSfréttir
6. apríl 2022

Ari Brynjólfsson hefur verið ráðinn kynningarstjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hann hefur þegar hafið störf.

Ari hefur verið fréttastjóri Fréttablaðsins síðustu tvö ár. Hann hóf störf í blaðamennsku árið 2015, fyrst á Pressunni, síðar sem fréttastjóri á Eyjan.is og DV. Hann var tilnefndur til blaðamannaverðlauna árið 2019 fyrir viðtal ársins. Ari er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og mastersgráðu frá í blaða- og fréttamennsku frá Edinburgh Napier University í Skotlandi.

Staða kynningarstjóra er ný innan félagsins og kemur í stað vefstjóra. Ari mun sjá um vef og samfélagsmiðla félagsins ásamt fleiru. Allir hjúkrunarfræðingar geta haft hann innan handar varðandi samskipti við fjölmiðla eða miðlun upplýsinga. Það er alltaf hægt að senda honum línu á ari@hjukrun.is

 

Starfsfólk

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála