Hjukrun.is-print-version

Laun hækka vegna hagvaxtarauka

RSSfréttir
11. apríl 2022

Almenn laun og launataxtar hjúkrunarfræðinga munu hækka um næstu mánaðarmót vegna hagvaxtarauka. Fram kemur í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kauptaxtar munu hækka um 10.500 kr. hjá Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Hagvaxtarauki hjá ríki og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu er 7.835 kr. Hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun. 

Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir komi til framkvæmda við útborgun launa 1. maí. Er nú unnið að því að birta nýjar launatöflur fljótlega á vef Fjársýslu ríkisins. Hagvaxtarauki í tengslum við Lífskjarasamningana kom til framkvæmda síðustu mánaðarmót. Ákvörðunin grundvallast á niðurstöðu Hagstofu Íslands að hagvöxtur á hvern íbúa milli áranna 2020 og 2021 sé 2,53 prósent.

Við þessa launahækkun var notast við sömu aðferðafræði og við ákvörðun krónutöluhækkunar samkvæmt kjarasamningum fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög ríkisstarfsmanna.

 

Uppfærðar launatöflur

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála