20.
apríl 2022
Búið er að endurgreiða til félagsmanna ofgreidd félagsgjöld vegna ársins 2021.
Á aðalfundi Fíh 2021 var samþykkt að hámarksiðgjald félagsgjalda fyrir árið 2021 væri 130.000 kr. og fá félagsmenn endurgreiðslu á greiðslum umfram þá fjárhæð.
Alls fengu 231 félagsmaður endurgreiðslu í ár og nam heildarfjárhæð þeirra ríflega 4,5 milljónum króna.