Hjukrun.is-print-version

Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir

RSSfréttir
28. apríl 2022

Hulda Sveinbjörg Gunnarsdóttir býður sig fram sem varamann í stjórn og er því sjálfkjörin.


Hulda Sveinbjörg er hjúkrunarstjóri Seljahlíð og varamaður í stjórn.

Menntun:

2013     MS í hjúkrun (stjórnun) frá HÍ. Lokaverkefni; „Umfang og eðli lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á Landspítala“. 
1991  Uppeldis og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ.
1990
BS í hjúkrunarfræðum frá HÍ.
1980
Sjúkraliðapróf frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og FSA.

  
Starfsferill:

  • Hjúkrunarstjóri Seljahlið frá september 2015.
  • Í apríl 1995 hóf ég störf á gjörgæsludeild og vöknun Landspítala við Hringbraut. Frá september 2006 D-k staða og sá um fræðslu á vöknun og aðlögun nýrra starfsmanna.
  • Í ágúst 1998 Heilsugæslustöðin í Ólafsvík afleysing hjúkrunarforstjóri.
  • Vorið 1992 var ég stundakennari við HÍ (tengiliður nemenda í hjúkrun á 3ja ári).
  • Frá janúar 1991-1995 starfaði ég á 11G - hjarta og lungnaskurðdeild Landspítala.
  • Í júlí og ágúst 1990 Dvalarheimili aldraða Dalbæ Dalvík afleysing hjúkrunarforstjóri.

Félagsstörf:
  • Sat í fræðslunefnd hjúkrunarráðs LSH.
  • 2005-2009 kjaranefnd FÍH og varaformaður frá 2007.
  • 1992 - 1994 kjaranefnd FÍH.
  • Gjaldkeri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinema 1987-1989.
  • Félagsmaður í Rotary.

 

Að auki hef ég sótt fjölda ráðstefna, kynnisferða og námskeiða til að viðhalda þekkingu, og flutt erindi á ráðstefnum bæði innanlands og erlendis. Hef birt tvær greinar, annars vegar ritrýnd grein úr MS lokaverkefni mínu fagtímariti FÍH í apríl 2015 og hins vegar í Curator (1989).

Ég hef alltaf haft áhuga á félagsstörfum og hagsmunum hjúkrunarfræðinga. Bæði faglegum svo og kjaramálum og ímynd stéttarinnar. Ég hef reynslu og þekkingu sem klínískur hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi, auk þess að hafa unnið bæði hjá LSH og hjá Reykjavíkurborg og tel að sú reynsla geti nýst í stjórn FÍH.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála