Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur hjúkrunarfræðinga til að taka þátt á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, er sunnudaginn næstkomandi, 1. maí.
Reykjavík
Í Reykjavík verður safnast saman fyrir kröfugönguna á Hlemmi kl. 13:00 og leggur gangan af stað kl. 13:30. Við tekur útifundur á Ingólfstorgi.
Akureyri
Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl.13:30 en hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá í Menningarhúsinu Hofi að lokinni kröfugöngu.
Akranes
Safnast verður saman við skrifstofu VLFA að Þjóðbraut 1 kl. 14 og genginn hringur að bæjarskrifstofum Akraness.
Borgarnes
Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur standa fyrir hátíðar- og baráttufundi sem hefst í Hjálmakletti, Borgarnesi kl. 14:00
Búðardalur
Stéttarfélag Vesturlands, Kjölur og Sameyki standa saman að samkomu í Dalabúð kl.14.30
Egilsstaðir
Hátíðardagskrá á Hótel Héraði á mill kl. 12:00-13:00.
Reykjanesbær
Opið hús verður á skrifstofum stéttarfélaga í Krossmóa 4, 4. hæð milli klukkan 14 og 16.
Hafnarfjörður
Baráttutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) verða haldnir í Bæjarbíói, kl. 15:00.
Húsavík
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða til hátíðarhalda í íþróttahöllinni kl. 14:00.
Grundarfjörður
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Samkomuhúsinu.
Dagskráin hefst í Samkomuhúsinu kl. 14.30
Ísafjörður
Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Hátíðardagskrá í Edinborg.
Stykkishólmur
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá á Hótel Stykkishólmi.
Dagskráin hefst á Hótel Stykkishólmi kl. 13:30
Selfoss
Kröfuganga fer frá Austurvegi 56 kl. 11:00 við undirleik Lúðrasveitar Selfoss en gengið verður að hótel Selfossi þar sem skemmtun fer fram.
Snæfellsbær
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Klifi.
Dagskráin hefst í Klifi kl. 15.30
Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00
Vestmannaeyjar
1. maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES, Hilmisgötu 15, og opnar húsið kl. 14:00. Flutt verður 1. maí ávarp og skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistaratriðin.