Hjukrun.is-print-version

Aðalfundur 2022

RSSfréttir
28. apríl 2022

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem verður haldinn fimmtudaginn 12. maí kl. 17:00-20:45 á Hilton Reykjavík Nordica og á Teams.

Allir félagsmenn hafa rétt til þátttöku á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa félagsmenn með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem hafa skráð sig til þátttöku á fundinn fyrir lok dags 5. maí, á það bæði við um þátttakendur á staðnum og á Teams. Forskráning á fundinn er forsenda þátttöku í kosningum. 

Kosningarnar fara fram rafrænt í fyrsta sinn og verður kjörseðillinn aðgengilegur í gegnum snjallsíma.

Þeir sem hafa skráð sig á fundinn fá sendan hlekk sem mun leiða þá skráðu inn á skráningarsíðu þar sem þáttakendur verða auðkenndir með rafrænum skilríkjum. Að því loknu opnast upplýsingasíða fundarins. Þar er að finna fundargögn og hlekk inn á fjarfundinn þar sem hægt er að fylgjast með og taka þátt í fundinum. Loks munu kjörseðlar birtast þar þegar að kosningum kemur á fundinum.

Í samræmi við lagabreytingar síðasta aðalfundar verður einnig hægt að taka þátt í aðalfundinum annars vegar á Hilton Reykjavík Nordica og hins vegar rafrænt í gegnum Microsoft Teams. Þeir sem taka þátt á Teams geta líka kosið og tekið þátt í umræðum.

Léttar veitingar verða í boði á Hilton Reykjavík Nordica. Sjá má dagskrá og skoða fundargögn hér fyrir neðan.

 

Kynningar á frambjóðendum

Dagskrá

 

17:00      Setning aðalfundar
                   Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

17:10      Kynning á rafrænu kosningakerfi
                   Þórður Höskuldsson frá Outcome

17:25      Kosning fundarstjóra og ritara

17:30      Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
                   Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

17:40      Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
                   Hafdís Böðvarsdóttir fjármálastjóri og Gísli Nils Einarsson gjaldkeri

                  Ársreikningur 2021 og skýringar

                  Ársreikningur Rannsókna- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga

                  Ársreikningur Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen

                  Ársreikningur Minningarsjóðs Hans Adolfs Hjartarsonar

18:00      Ákvörðun um félagsgjöld 
                   Gísli Níls Einarsson gjaldkeri 

18:05     Afgreiðsla markmiða og starfsáætlunar næsta starfsárs
                   Ásdís M. Finnbogadóttir varamaður í stjórn

18:15     Ákvörðun um laun stjórnar, sjóða og nefnda
                    Gísli Níls Einarsson gjaldkeri   
     

18:20     Kjör í stjórn, nefndir og ráð
                    Ólöf Árnadóttir formaður kjörnefndar           

18:45      Léttar veitingar   

19:20     Önnur mál
                Stofnun nýrra deilda

             
    Ályktanir
                     Halla Eiríksdóttir varaformaður

19:50     Niðurstöður kosninga
                    Ólöf Árnadóttir formaður kjörnefndar         

20:00      Afhending hvatningarstyrkja
                    Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

20:15      Afhending rannsóknarstyrkja B-hluta Vísindasjóðs
                    Marianne Klinke formaður stjórnar Vísindasjóðs 

20:40       Aðalfundi slitið
                    Guðbjörg Pálsdóttir formaður

Prentvæn dagskrá

Vefur aðalfundar

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála