Hjukrun.is-print-version

Baráttuandi í kröfugöngu

RSSfréttir
2. maí 2022
Mikill baráttuandi var í þeim hópi hjúkrunarfræðinga sem tók þátt í kröfugöngu í gær 1. maí niður Laugaveginn.
Kröfur hjúkrunarfræðinga eru samkeppnishæf laun í samræmi við álag og ábyrgð sem og eyðing kynbundins launamunar og vanmati kvennastarfa, ásamt bættu starfsumhverfi.

Með samstöðu hafa hjúkrunarfræðingar við náð fram framfaraskrefum og náum árangri.
Í síðustu kjarasamningum náðist sá áfangi að byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga urðu jöfn annarra háskólamenntaðra stétta hjá hinu opinbera. Jafnframt ávannst réttur til  sí- og endurmenntunar. Nú er liðið ár frá innleiðingu styttingu vinnuvikunnar, sem er stór áfangi í að skilja að vinnu og einkalíf. Það náðist stórt skref í átt að því, að fullt starf í vaktavinnu geri ráð fyrir því innan unnið sé á vöktum í starfinu.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála