4.
maí 2022
Starfsfólk kjara- og réttindasviðs Fíh ásamt formanni heimsækja félagsmenn á Akureyri á morgun. Mun starfsfólkið funda með félagsmönnum á HSN, Heilsuvernd hjúkrunarheimili Hlíð og SAk. Tilgangur fundanna er að heyra í félagsmönnum Fíh eftir veturinn, taka stöðuna eftir Covid-19 faraldurinn og ræða sumarið framundan. Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga verða lausir í mars á næsta ári og er því mikilvægt að heyra hljóðið í öllum félagsmönnum nú þegar kjarasamningavetur er framundan.
Fundirnir eru eftirfarandi:
HSN Akureyri. kl. 8:15 – 9:15
Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð. kl. 14:00 – 15:00
SAk, Kjarni kennslustofa. kl. 16:00 – 17:00
Hlökkum til að sjá ykkur!