25.
maí 2022
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót.
Orlofsuppbót miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er orlofsuppbótin kr. 53.000 fyrir árið 2022 miðað við fullt starf.
Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum samningsins.